FRÉTTIR

Áhuginn byrjaði í barnaskóla

Hægt er að koma og skoða vinnustofan hjá Kristinsson og sjá hvernig framleiðslan fer fram.

Árið 2002 eftir að hafa unnið sem smiður hjá Grindinni opnaði Vignir sitt eigið smíðaverkstæði í bílskúrnum sínum. Fyrirtækið óx og fljótlega færðist stærra húsnæði. Þar smíðaði Viginir mest innréttingar en árið 2006 byrjaði hann að smíða húsgögn úr gegnheilum við, allt frá náttborðum, speglum og yfir í stærri húsgögn og innréttingar.


Svo árið 2011 urðu breytingar þegar elsta dóttir Vignis kom með þá hugmynd að hanna og smíða smávörur. Í fyrstu voru það hreindýr en það tók langan tíma í þróun. Þar á eftir fór boltin að rúlla og fylgdu aðrar vörur í kjölfarið.


Nú eru komnar yfir 60 vörutegundir sem hafa verið seldar í helstu hönnunarbúðum landsins.


Árið 2018 var svo lagt í að byggja húsnæði sem skyldi hýsa verslun og verkstæði. Lagt var upp með að húsið yrði í stíl við gömlu pakkhúsin. Tveimur árum seinna var rekstur komin í húsið við miðbæ Grindavíkur.


Þar er verslun sem hægt er að koma og sjá hvernig framleiðslan fer fram. Allar vörurnar eru handunnar og þannig tímafrekt að vinna hvert og eitt stykki og þar af leiðandi ekkert stykki eins.

LEARN MORE

Fréttir

Share by: